Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. ágúst 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bartomeu: Þetta var stórslys
Mynd: Getty Images
Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, var sársvekktur eftir 8-2 tap gegn FC Bayern í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

Hann segir það vera klárt að breytinga sé þörf en neitaði að tjá sig um hverjar þær yrðu. Allar líkur eru á því að Quique Setien, þjálfari Barca, verði rekinn um helgina eða í næstu viku. Þá er einnig verið að tala um að Eric Abidal, yfirmaður knattspyrnumála, verði látinn fara.

„Þetta er virkilega þungt tap. Ég vil óska Bayern til hamingju, þeir spiluðu frábæran leik og áttu skilið að vinna. Við vorum hvergi nálægt okkar besta," sagði Bartomeu í gærkvöldi.

„Þetta var stórslys fyrir okkur og við áttum okkur á því að mikil þörf er á breytingum innan félagsins. Núna þurfum við að taka ýmsar ákvarðanir en við viljum ekki taka neinar ákvarðanir strax í kvöld. Kvöldið fer eingöngu í það að biðjast afsökunar til stuðningsmanna okkar.

„Ég vil ekki ræða hvaða ákvarðanir er verið að tala um. Sumar hafa þegar verið teknar."


Staða Bartomeu í forsetastól Barca er einnig í hættu. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir stjórnarhætti sína að undanförnu.

Bartomeu hefur verið forseti Barcelona síðan 2014. Einn af forverum hans, Joan Laporta (2003-2010), gagnrýndi forsetann harkalega eftir tapið.

„Ummæli Bartomeu eftir tapið sýna kjarkleysi og vanhæfni í starfi. Hann á ekki að fá að taka ákvarðanir fyrir félagið," sagði Laporta.
Athugasemdir
banner
banner
banner