Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   fim 15. ágúst 2024 09:34
Hafliði Breiðfjörð
Hitað upp fyrir enska boltann í opinni dagskrá í kvöld
Enski boltinn er að byrja aftur og fyrsti leikur verður hjá Bruno Fernandes og félögum í Man Utd gegn Fulham annað kvöld.
Enski boltinn er að byrja aftur og fyrsti leikur verður hjá Bruno Fernandes og félögum í Man Utd gegn Fulham annað kvöld.
Mynd: EPA
Nýtt tímabil í enska boltanum fer af stað á morgun þegar flautað verður til leiks á Old Trafford þar sem Manchester United tekur á móti Fulham í upphafsleik deildarinnar.

Fyrsta umferðin verður spiluð frá föstudegi til mánudags en stórleikur fyrstu umferðar er viðureign Manchester City og Chelsea sem fram fer á sunnudaginn klukkan 15.30.

Síminn Sport sýnir, eins og áður, alla 380 leikina í enska boltanum en hitað verður upp fyrir deildina í sérstökum upphitunarþætti á Símanum Sport í kvöld.

Þátturinn verður í opinni dagskrá á Sjónvarpi Símans klukkan 20.00 en einnig á Síminn Sport og í Premium-viðmótinu sem verður nýtt heimili enska boltans í vetur.

Þátturinn verður svo áfram aðgengilegur í viðmóti Símans og hægt að nálgast hann hvenær sem er.
Athugasemdir
banner
banner