Ísland- og bikarmeistarar Víkings heimsækja Flora Tallinn í seinni leik liðanna í 3. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í Eistlandi í dag.
Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Víkinni þar sem heimamenn voru með öll völd en náðu ekki að nýta færin.
Í dag fær liðið dauðafæri til að komast í umspil en sigurvegarinn mætir Santa Coloma frá Andorra.
Víkingar freista þess að verða annað karlaliðið til að komast í riðlakeppni í Evrópu, en Breiðablik varð fyrsta liðið til þess að ná þeim áfanga á síðasta tímabili.
Leikur Flora og Víkings hefst klukkan 16:00 og fer fram á Lilleküla leikvanginum í Tallinn.
Leikur dagsins:
16:00 Flora Tallinn-Víkingur R. (Lilleküla Stadium)
Athugasemdir