Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fim 15. ágúst 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Shaqiri riftir í Bandaríkjunum
Mynd: EPA
Svissneski leikmaðurinn Xherdan Shaqiri er án félags eftir að hafa rift samningi sínum við bandaríska félagið Chicago Fire.

Shaqiri, sem er 32 ára gamall, lagði landsliðsskóna á hilluna eftir Evrópumótið í sumar.

Leikmaðurinn á magnaðan feril að baki. Hann vann Meistaradeild Evrópu með Bayern München og Liverpool, en hann lék einnig með Inter, Lyon, Stoke og Basel á ferli sínum.

Hann er annar leikjahæsti leikmaður í sögu svissneska landsliðsins og fjórði markahæsti með 32 mörk á fjórtán ára landsliðsferli.

Shaqiri komst að samkomulagi við Chicago Fire um að rifta samningi sínum við félagið í gær.

Síðustu vikur hefur Shaqiri verið orðaður við endurkomu til Basel, sem hefur verið í mikilli lægð síðustu þrjú ár. Basel vann deildina ellefu sinnum frá 2003 til 2017 og átti Shaqiri þátt í þremur þeirra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner