Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 15. september 2018 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Afturelding og Grótta í kjörstöðu - Leiknir F. í fallsæti
Úr leik Aftureldingar og Gróttu.
Úr leik Aftureldingar og Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Völsungur er úr leik í baráttunni um sæti í Inkasso-deildinni.
Völsungur er úr leik í baráttunni um sæti í Inkasso-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Bjarni Jóhannsson og lærisveinar hans í Vestra eiga enn möguleika.
Bjarni Jóhannsson og lærisveinar hans í Vestra eiga enn möguleika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding og Grótta eru í efstu tveimur sætum 2. deildar fyrir lokaumferðina um næstu helgi.

Afturelding vann Leikni F. 4-1 á heimavelli á meðan Grótta sigraði Fjarðabyggð á útivelli. Sigurmark Gróttu kom úr vítaspyrnu þegar lítið var eftir af leiknum.

Eftir 21. umferðina sem fram fór öll í dag er Vestri eina liðið sem gæti möguleika skákað Gróttu og Aftureldingu. Grótta og Afturelding eru með 42 stig, en Vestri hefur 41 stig. Völsungur kastaði frá sér möguleikanum á sæti í Inkasso-deildinni með tapi á heimavelli gegn Hetti, 3-2. Sigurmark Hattar kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Afturelding og Grótta eru í kjörstöðu fyrir lokaumferðina. Afturelding sækir Hött heim og Grótta mætir botnliði Hugins á heimavelli. Á sama tíma spilar Vestri við Kára á útivelli.

Leiknir F. er komið niður í fallsæti eftir tapið gegn Aftureldingu þar sem Tindastóll og Höttur unnu sína leiki. Spennan er búin að vera gríðarleg í allt sumar og hún verður það einnig í lokaumferðinni.

Leiknir F. er með 19 stig en Tindastóll og Höttur eru með 21 stig. Það er eitt lið þegar fallið, Huginn.

Huginn 0 - 1 Tindastóll
0-1 Arnar Ólafsson ('52)

Afturelding 4 - 1 Leiknir F.
1-0 Andri Freyr Jónasson ('32)
2-0 Jökull Jörvar Þórhallsson ('69)
3-0 Jose Miguel Gonzalez Barranco ('74)
4-0 Andri Freyr Jónasson ('86)
4-1 Markaskorara vantar ('90)

Víðir 2 - 3 Kári
0-1 Alexander Már Þorláksson ('12)
1-1 Andri Gíslason ('13)
2-1 Milan Tasic ('61)
2-2 Óliver Darri Bergmann Jónsson ('74)
2-3 Alexander Már Þorláksson ('84, víti)

Völsungur 2 - 3 Höttur
0-1 Petar Mudresa ('31)
0-2 Francisco Javier Munoz Bernal ('56)
1-2 Guðmundur Óli Steingrímsson ('76)
2-2 Ólafur Jóhann Steingrímsson ('85)
2-3 Francisco Javier Munoz Bernal ('93, víti)

Vestri 2 - 0 Þróttur V.
1-0 Þórður Gunnar Hafþórsson ('52)
2-0 Pétur Bjarnason ('85)

Fjarðabyggð 1 - 2 Grótta
0-1 Kristófer Orri Pétursson ('10)
1-1 Aleksandar Stojkovic ('54)
1-2 Óliver Dagur Thorlacius ('89, víti)

Leikirnir í lokaumferðinni:
Höttur-Afturelding (Vilhjálmsvöllur)
Þróttur V.-Fjarðabyggð (Vogabæjarvöllur)
Leiknir F.-Víðir (Fjarðabyggðarhöllin)
Kári-Vestri (Akraneshöllin)
Tindastóll-Völsungur (Sauðárkróksvöllur)
Grótta-Huginn (Vivaldivöllurinn)

Leikirnir eru allir næsta laugardag

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner