Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 15. september 2018 11:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð að koma til - Verður hann klár í næstu landsleiki?
Icelandair
Alfreð mætti á landsleikinn gegn Sviss sem tapaðist 6-0. Hann var á meðal áhorfenda.
Alfreð mætti á landsleikinn gegn Sviss sem tapaðist 6-0. Hann var á meðal áhorfenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason missti af síðasta landsliðsverkefni Íslands vegna kálfameiðsla sem hafa verið að hrjá hann frá því á síðasta tímabili.

Alfreð, sem er sóknarmaður Augsburg í Þýskalandi, var fjarri góðu gamni í landsliðshópnum sem tapaði stórt gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni. Alfreð var ekki eini lykilmaðurinn sem missti af leikjunum því Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru einnig frá.

Aron Einar er klár í að spila aftur og það er Jóhann Berg einnig. Alfreð er ekki klár en fréttirnar af honum eru góðar.

„Alfreð er byrjaður að æfa með bolta en hann finnur enn fyrir sársauka og því verðum við að sjá hvernig málin þróast," Manuel Baum, þjálfari Augsburg, fyrir leik liðsins gegn Mainz.

„Hann gæti byrjað að æfa með liðinu í september. Ég er mjög ánægður hvernig þetta hefur allt saman þróast."

Alfreð er lykilmaður hjá Augsburg og félagið vonast til að hann byrji að spila aftur sem fyrst.

Næsta landsliðsverkefni er vináttulandsleikur gegn Frakklandi og heimaleikur gegn Sviss í Þjóðadeildinni 15. október. Hvort Alfreð nái því verkefni verður að koma í ljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner