Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 15. september 2018 18:30
Gunnar Logi Gylfason
Eigandi City með opið bréf til stuðningsmanna
Sheikh Mansour
Sheikh Mansour
Mynd: Getty Images
Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, skrifaði stuðningsmönnum opið bréf í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá kaupum hans á félaginu.

Síðan Mansour keypti City í september 2008 hefur félagið unnið þrjá úrvalsdeildartitla, þrjá deildarbikara og enska FA bikarinn einu sinni

„Það er mun meira sem þarf að gera og það fleira til að vinna. Þess vegna munum við halda áfram að fá til okkar bestu leikmennina," sagði Mansour

Síðan Abu Dhabi United hópurinn keypti félagið hefur það eytt næstum því einum og hálfum milljarði punda í leikmenn.

Í lokin bað Mansour stuðningsmenn að standa með sér, áður en hann nefndi nokkra hluti sem hann hefur lært um að vera stuðningsmaður félagsins síðan hann kom.

„Ég skildi fljótlega af hverju 40 stig eru mikilvæg og af hverju uppblásnir bananar (og núna hákarlar!) sjást enn á pöllunum."

Englandsmeistararnir eru í 3. sæti deildarinnar eftir 5 umferðir, á eftir Chelsea og Liverpool sem eru með fullt hús stiga.
Athugasemdir
banner
banner