Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 15. september 2018 20:00
Gunnar Logi Gylfason
Guardiola segist skamma sín fyrir að setja Foden ekki inn á
Sergio Aguero og Phil Foden
Sergio Aguero og Phil Foden
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, knattspyrnustjóru Manchester City, segist skammast sín eftir að hafa ekki sett ungstirnið Phil Foden inn á í stórsigri sinna manna gegn Fulham.

City vann 3-0 en þriðja markið kom á 47. mínútu.

Foden hefur aðeins komið einu sinni við sögu í deildinni á tímabilinu en Guardiola segir hann eiga eftir að spila mikið á tímabilinu.

„Ég skammast mín," sagði Guardiola eftir leikinn.

„Hann á skilið að spila. Vandamálið voru meiðsli Sergio Aguero, við vildum ekki taka áhættu. Phil Foden mun spila marga leiki á þessu tímabili - ég finn það. Leikmennirnir voru mjög þreyttir eftir leikinn, við eigum hvern leikinn á fætur öðrum, hann mun spila. Mér líkar vel við hann. Í hvert skipti sem hann spilar þá spilar hann vel. Hann mun fá mínútur."

Englandsmeistararnir eru í 3. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 5 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner