Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. september 2018 23:30
Gunnar Logi Gylfason
Bakvarða hallæri hjá Inter fyrir leikinn gegn Spurs
Spalletti
Spalletti
Mynd: Getty Images
Luciano Spalletti, stjóri Inter Milan, ræddi um bakvarða hallæri liðsins fyrir leikinn gegn Tottenham í Meistaradeildinni.

Króatinn Sime Vrsaljko meiddist í landsleikjahlénu og getur því ekki spilað. Þá meiddist D’Ambrosio í tapinu gegn Parma í dag.

„Sime (Vrsaljko) verður ekki kominn fyrir þriðjudaginn," sagði Spalletti á blaðamannafundi eftir leikinn.

„D'Ambrosio er ólíklegur fyrir leikinn en við þurfum að meta stöðuna á honum. Fjarvera hans gerir okkur erfitt fyrir þar sem Kwadwo Asamoah er eini bakvörðurinn okkar fyrir leikinn gegn Tottenham."

Spalletti deyr þó ekki ráðalaus og gæti breytt um leikkerfi fyrir leikinn.

„Gegn Spurs gætum við séð Milan Skriniar sem hægri bakvörð. Annar möguleiki væri að vera með þrjá miðverði með Joao Miranda."

Inter og Tottenham leika í B-riðli Meistaradeildarinnar en auk þeirra eru Barcelona og PSV Eindhoven í riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner