Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. september 2018 16:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Barcelona kom til baka gegn Real Sociedad
Ousmane Dembele tryggði Barcelona sigur.
Ousmane Dembele tryggði Barcelona sigur.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir búnir í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Atletico Madrid lenti í vandræðum gegn Eibar. Sergi Enrich kom Eibar yfir á 89. mínútu en varamaðurinn Borja Garces Moreno jafnaði í uppbótartíma fyrir Atletico.

Atletico er ekki að fara vel af stað og er liðið aðeins með fimm stig eftir fjóra leiki. Eibar er með fjögur stig.

Barcelona hafði þá betur gegn Real Sociedad í leik sem var að klárast fyrir skammri stund. Sociedad leiddi lengi vel en Barcelona sneri dæminu við um miðbik seinni hálfleiks. Luis Suarez jafnaði og Ousmane Dembele kom Börsungum yfir. Það reyndist vera sigurmarkið.

Barcelona er á toppi deildarinnar með 12 stig en erkifjendurnir í Real Madrid geta jafnað Barca að stigum með sigri á Athletic Bilbao í kvöld. Sá leikur hefst klukkan 18:45.

Atletico Madrid 1 - 1 Eibar
0-1 Sergi Enrich ('89 )
1-1 Borja Garces Moreno ('90 )

Real Sociedad 1 - 2 Barcelona
1-0 Aritz Elustondo ('12 )
1-1 Luis Suarez ('63 )
1-2 Ousmane Dembele ('66 )
Athugasemdir
banner
banner
banner