Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. september 2018 14:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Kristianstad gefst ekki upp í titilbaráttunni
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærimeyjar Elísabetar Gunnarsdóttur í Kristianstad völtuðu yfir Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Amanda Edgren kom Kristianstad yfir á fimmtu mínútu og stuttu síðar bætti hún við öðru marki, 2-0 fyrir Kristianstad. Staðan varð 3-0 á 17. mínútu og þannig var hún í hálfleik.

Rita Chikwelu gerði þriðja markið og fjórða markið var skorað af Evelina Duljan á 86. mínútu. Lokatölur urðu 4-0 fyrir Kristianstad.

Sif Atladóttir spilaði allan leikinn í vörninni hjá Kristianstad.

Kristianstad er ekki búið að segja sitt síðasta í titilbaráttunni. Liðið er með 32 stig, tveimur stigum frá toppliði Göteborg en liðin fyrir ofan eiga leik til góða. Kalmar er á botni deildarinnar.

Kristianstad á eftir að spila fimm leiki í deildinni og mun Elísabet eflaust gera allt til þess að liðið haldi sér í þessari toppbaráttu sem allra lengst.
Athugasemdir
banner
banner