lau 15. september 2018 15:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Bayern eina liðið með fullt hús stiga
Augsburg tapaði á dramatískan hátt
Bayern trónir á toppi Bundesligunnar.
Bayern trónir á toppi Bundesligunnar.
Mynd: Getty Images
Bayern München trónir á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Bayer Leverkusen á þessum laugardegi.

Leverkusen náði forystunni í leiknum þegar Wendell skoraði úr vítaspyrnu. Gestirnir þurftu að taka vítaspyrnuna tvisvar þar sem dómarinn hafði ekki flautað í fyrra skiptið. Í fyrra vítinu klúðraði Kevin Volland en Wendell skoraði úr seinna vítinu.

Smelltu hér til að sjá atburðarrásina í kringum vítaspyrnuna.

Þýskalandsmeistararnir létu þetta ekki á sig fá og jöfnuðu á 10. mínútu. Corentin Tolisso gerði jöfnunarmarkið en Arjen Robben var svo á ferðinni á 19. mínútu.

James Rodriguez gerði algjörlega út um leikinn á 89. mínútu, en nokkrum mínútum áður hafði Karim Bellarabi, leikmaður Leverkusen, fokið af velli með rautt spjald.

Bayern er eina lið deildarinnar sem er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Wolfsburg og Hertha Berlín voru bæði með sex stig áður en þau mættust í dag. Liðin skildu jöfn 2-2 eftir spennandi lokamínútur og eru þau bæði með sjö stig núna.

Augsburg tapaði á dramatískan hátt gegn Mainz, 2-1. Alfreð Finnbogason lék ekki með Augsburg vegna meiðsla en hann er allur að koma til.

Íslendingalið Augsburg er með fjögur stig eftir þrjá leiki.

RB Leipzig hafði betur gegn Hannover og þá vann Dusseldorf gegn Hoffenheim á heimavelli.

Bayern 3 - 1 Bayer
0-0 Kevin Volland ('4 , Misnotað víti)
0-1 Wendell ('5 , víti)
1-1 Corentin Tolisso ('10 )
2-1 Arjen Robben ('19 )
3-1 James Rodriguez ('89)
Rautt spjald: Karim Bellarabi, Bayer ('80)

RB Leipzig 3 - 2 Hannover
1-0 Yussuf Poulsen ('9 )
1-1 Niclas Fullkrug ('13 )
2-1 Timo Werner ('40 )
3-1 Timo Werner ('63 )
3-2 Miiko Albornoz ('65 )

Mainz 2 - 1 Augsburg
0-1 Ji Dong-Won ('82 )
1-1 Anthony Ujah ('87 )
2-1 Alexandru Maxim ('90 )

Wolfsburg 2 - 2 Hertha
0-1 Javairo Dilrosun ('61 )
1-1 Yunus Malli ('87 , víti)
1-2 Ondrej Duda ('90 )
2-2 Admir Mehmedi ('90 )

Fortuna Dusseldorf 2 - 1 Hoffenheim
1-0 Alfredo Morales ('45 )
1-1 Reiss Nelson ('86 )
2-1 Dodi Lukebakio ('88 )

Leikur Gladbach og Schalke 04 hefst 16:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner