Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. september 2019 20:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Stefán spurður út í sögusagnir um fyrrum félaga
Óli Stefán og Jankó.
Óli Stefán og Jankó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sögusagnir hafa verið um það að Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, sé að sækja gamla félaga úr Grindavík.

Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, sem Hjörvar Hafliðason stjórnar, var rætt um það að Rodrigo Gomes Mateo, spænskur leikmaður Grindavíkur, væri á leið í KA. Einnig væri Milan Stefán Jankovik, sem er núna aðstoðarþjálfari Keflavíkur, á leið norður þar sem hann yrði aðstoðarmaður Óla Stefáns.

Óli Stefán og Jankó unnu saman hjá Grindavík og sagan segir að Óli vilji fá hann til KA.

Daníel Smári Magnússon, fréttaritari Fótbolta.net, spurði Óla Stefán út í þessar sögusagnir eftir 1-1 jafntefli KA gegn HK í Pepsi Max-deildinni í dag.

„Hann er bara í sínu starfi. Við erum ágætis félagar, vissulega. Kannski er auðvelt að krækja í einhverjar svona sögusagnir. Við erum fyrst og fremst einbeittir á að loka þessu tímabili eins vel og við getum," sagði Óli Stefán.

„(Rodrigo) er leikmaður Grindavíkur. Hann er frábær leikmaður, en ekkert meira en það. Hann er sínu verkefni og við erum í okkar."

„Báðar þessar spurningar tengjast næsta tímabili, við erum að rembast við að gera eins vel og við getum sem félag að koma okkur eins ofarlega í þessari töflu og hægt er."
Óli Stefán: Komnir með þetta í báðar greipar
Athugasemdir
banner
banner