Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 15. september 2019 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Owen um félagaskipti sín til Man Utd: Fótbolti er atvinna
Michael Owen í leik með Manchester United
Michael Owen í leik með Manchester United
Mynd: Getty Images
Michael Owen, sparkspekingur og fyrrum landsliðsmaður Englands, fer yfir ferilinn í nýrri bók sinni en þar fer hann yfir félagaskipti sín til Manchester United.

Owen ólst upp hjá Liverpool og var hetja í augum stuðningsmanna liðsins áður en hann samdi við Real Madrid árið 2004. Það breyttist þó þegar hann ákvað að semja við Manchester United árið 2009 þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina.

Stuðningsmenn Liverpool voru brjálaðir út í Owen en Rafael Benitez, sem var þá stjóri Liverpool, hafði ekki áhuga á að fá Owen.

Owen kemur inn á félagaskiptin í bók sinni en þar segir hann að fótbolti sé atvinna eins og svo margt annað.

„Fótbolti er starf. Þetta er mjög sérstakt starf og alger forréttindi en samt sem áður er þetta starf fyrir leikmenn og þjálfara sem eru tengdir íþróttinni," sagði Owen við Goal.com en nánar er hægt að lesa um skiptin í bókinni hans.

„Stuðningsmenn hafa mikla ástríðu fyrir sínu félagi og því er erfitt að sjá þetta frá öðru sjónarhorni. Svo kemur vandamálið þegar samfélagsmiðlar leyfa fólki að ná sambandi við mann."

„Stuðningsmenn breyta ekki um lið og maður skilur það en það er ljóst að einhverjir þeirra skipta um starf á þeirra ferli og þeim finnst þeir ekki vera að svíkja lit þegar þeir vinna fyrir annað fyrirtæki."

„Það fólk sem gagnrýnir mann hvað best er kannski að gera svipaða hluti og maður sjálfur. Það er kannski að vinna Barclays bankann og skiptir yfir í Lloyds bankann eða fer úr því að vinna fyrir Sainsbury's yfir í Tesco og það sakar enginn þá um að sýna ekki hollustu."

„Ef knattspyrnumaður ákveður að fara frá sínu félagi þá er það sama fólkið sem er með aðra skoðun. Þeir saka leikmanninn um að sýna ekki hollustu en raunveruleikinn er sá að þetta kemur frá einhverjum sem skiptir um starf en markmiðið er í raun alltaf að finna sér gott starf, bæta sig og sjá um fjölskylduna

„Þegar maður fær stöðuhækkun í flestum störfum þá fær maður klapp á bakið og fólk óskar manni til hamingju en eins og ég nefndi með mín skipti þá fær maður að heyra það. Þetta er sturlun en svona verður þetta alltaf því miður,"
sagði Owen.
Athugasemdir
banner
banner
banner