Síðasti leikur umferðarinnar er framundan en byrjunarlið Wolves og Newcastle eru komin í hús.
Það er ein breyting á liði Úlfana sem gerði jafntefli gegn Nottingham Forest í síðustu umferð. Andre, sem gekk til liðs við félagið frá brasilíska félaginu Fluminense, er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn á kostnað Toti.
Það eru fjórar breytingar á liði Newcastle sem lagði Tottenham í síðustu umferð.
Fabian Schar hefur tekið út leikbann og er mættur í byrjunarliðið ásamt Lewis Hall og Jacob Murphy. Harvey Barnes, Lloyd Kelly og Emil Krafth setjast á bekkinn.
Wolves: Johnstone, Semedo, Mosquera, Dawson, Ait-Nouri, Andre, Gomes, Lemina, Bellegarde, Cunha, Larsen.
Newcastle: Pope, Schar, Burn, Hall, Livramento, Bruno Guimaraes, Longstaff, Joelinton, Gordon, Murphy, Isak.