mán 15. október 2018 10:30
Elvar Geir Magnússon
Berlusconi ekki hrifinn af leikstíl Gattuso
Silvio Berlusconi og Adriano Galliani.
Silvio Berlusconi og Adriano Galliani.
Mynd: Getty Images
Silvio Berlusconi, fyrrum eigandi AC Milan, segist ekki vera hrifinn af leikstíl AC Milan undir stjórn Gennaro Gattuso.

Berlusconi vill að Milan þró 4-3-1-2 leikstíl. Þó Milan sé með þrjá sigurleiki í röð telur Berlusconi að verið sé að sóa gæðum Gonzalo Higuain með því að láta hann spila einan sem fremsti maður.

„Higuain er markaskorarinn sem Milan hefur þurft í mörg ár en ég skil ekki af hverju hann fær ekki stuðning frá öðrum sóknarmanni," segir Berlusconi.

„Ég er ekki hrifinn af hugmyndafræði Gattuso. Ég myndi spila öðrum sóknarmanni með Higuain og hafa Suso fyrir aftan."

Milan mætir Inter í grannaslag á sunnudagskvöld.

„Ég mun horfa á grannaslaginn í sjónvarpinu en verð vonsvikinn með leikaðferð Milan og hvernig þeir munu spila."

Berlusconi er 82 ára og keypti nýverið ítalska C-deildarfélagið Monza.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner