Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. október 2018 12:00
Arnar Helgi Magnússon
Gummi Tyrfings æfði með Brighton - Átti stórleik með unglingaliðinu
Mynd: Selfoss Fótbolti
Guðmundur Tyrfingsson leikmaður Selfoss æfði með unglingaliði Brighton & Hove Albion í síðustu viku ásamt því að spila leik fyrir liðið.

Guðmundur er fæddur árið 2003 en hann lék tvo síðustu leiki Selfoss í Inkasso deildinni þetta árið gegn ÍA og Njarðvík.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að Guðmundur æfir með ensku félagi en fyrir rúmlega ári síðan fór hann til Norwich þar sem hann æfði og spilaði með U16 og U19 ára liðum félagsins. Gunnar Borgþórsson þáverandi Selfoss fylgdi honum út í þá ferð.

Guðmundur tók þátt í leik með unglingaliði Brighton á meðan dvöl hans stóð og hann skoraði tvö mörk í leiknum ásamt því að fiska tvær vítaspyrnur. Leiknum lauk með 4-4 jafntefli.

Fram á Facebook-síðu Selfoss að Guðmundur hafi fundað með forráðamönnum félagsins ásamt því að fara í læknisskoðun.

Það er nóg um að vera hjá Guðmundi en nú í lok október mun hann halda til Hollands og æfa með Heerenveen.
Athugasemdir
banner
banner