Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 15. október 2018 21:23
Arnar Helgi Magnússon
Hamren: It was shit!
Icelandair
Hamren þarf enn að bíða eftir fyrsta sigrinum sem landsliðsþjálfari Íslands.
Hamren þarf enn að bíða eftir fyrsta sigrinum sem landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamrén þjálfari íslenska landsliðsins var svekktur eftir tap sinna manna í Þjóðadeildinni gegn Sviss í kvöld. Eftir tapið er það ljóst að íslenska liðið er fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar.

„Við byrjuðum ekki vel en náðum að vinna okkur inn í leikinn. Eftir það náðum við að spila sem lið. Við fengum færi þeir skora fyrsta markið og við áttu möguleika á því að jafna. Eftir að þeir tvöfalda forsytu sína þá lendum við í vandræðum," sagði Hamren á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Það var of langt á milli manna, ólíkt því sem að var í leiknum gegn Frökkum."

Eftir frábært mark Alfreðs Finnbogasonar kom mikill kraftur í íslenska liðið og mörg færi litu dagsins ljós á síðustu mínútunum.

„Við höfðum trú á því að við gætum komið okkur inn í leikinn aftur. Markið frá Alfreð gaf okkur orku sem varð til þess að við fengum fleiri færi. Við fórum framar á völlin en þeir fóru aftar, sem er eðlilegt. It was shit, ef ég má segja það."

„Það er ekki hægt að skapa fleiri færi en við gerðum síðustu tíu mínúturnar."

Hamren segir að fólk verði að líta raunsætt á hlutina og skoða hvaða liðum Ísland hefur verið að mæta.

„Við erum í A-deild Þjóðadeildarinnar vegna þess að íslenska liðið hefur gert góða hluti síðustu ár. Við erum í riðli með Belgíu og Sviss sem eru í 1. og 8. sæti á heimslistanum. Það er eðlilegt að við séum í 3. sæti þegar við erum með þessum liðum í riðli."

„Við eigum einn séns í viðbót til þess að ná í sigur í Þjóðadeildinni en það er á móti Belgíu úti. Við erum búnir að tapa þremur leikjum og það er aldrei gott en við verðum líka að vera raunsæ."
Athugasemdir
banner
banner
banner