Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 15. október 2018 21:55
Egill Sigfússon
Kári Árna: Þeir geta haldið boltanum þar til sólin sest
Icelandair
Kári Árnason fyrir leik í kvöld
Kári Árnason fyrir leik í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðardeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Kári Árnason miðvörður landsliðsins sagði að fyrsta markið hafi gjörbreytt leiknum þar sem erfitt er að ráða við Sviss þegar þeir komast yfir.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  2 Sviss

„Fyrsta markið breytir þessu algjörlega, þetta er lið sem þú mátt ekki lenda undir gegn, þá geta þeir haldið boltanum þar til sólin sest. Þeir teygja á okkur og þá opnast fyrir Shaqiri en við náum svo að loka á það eftir annað markið. Þá fer ég upp á hann og skil Ragga einn eftir með framherjann sem maður gerir ekki undir eðlilegum kringumstæðum en við þurftum að taka sénsa."

Kári segir að síðasta landsleikjahlé hafi bara verið einsdæmi og nú erum við að sjá þeirra rétta andlit þótt úrslitin eigi enn eftir að detta fyrir liðið.

„Auðvitað, þetta var bara „one off" en engu að síður þá erum við ekki að ná úrslitum eins og við gerðum og það er kannski af því lið eru farinn að bera meiri virðingu fyrir okkur og vita fyrir hvað við stöndum."

Kári er með skilaboð til þjóðarinnar þar sem hann segir að þeir eigi mikið inni og ætli sér að komast á Evrópumótið.

„Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því við hvaða lið við höfum verið að spila gegn undanfarið, þetta er stór lið sem við eigum alls ekki að valta yfir. Ég bið Íslensku þjóðina að gefast ekki uppá okkur, það er nóg eftir af þessu og við ætlum okkur að komast á EM."
Athugasemdir
banner
banner
banner