Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 15. október 2018 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koeman róar taugar stuðningsmanna Liverpool
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands, hefur róað taugar allra stuðningsmanna Liverpool.

Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool - einn besti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar, dró sig út úr landsliðshópi Hollands eftir að hafa spilað 90 mínútur í 3-0 sigri gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni síðastliðinn laugardag.

Meiðsli í rifbeinum hafa verið að hrjá Van Dijk en Koeman segir að Van Dijk verði tilbúinn í næsta leik Liverpool.

„Hann er farinn aftur til Liverpool en verður klár í þeirra næsta leik. Við tókum sameiginlega ákvörðun um að hvíla hann."

Holland spilar vináttulandsleik gegn Belgíu á morgun en næsti leikur Liverpool er við Huddersfield á laugardag.

Mohamed Salah og James Milner eru tæpir fyrir leikinn gegn Huddersfield og spurningamerki hvort þeir geti spilað.
Athugasemdir
banner
banner
banner