Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 15. október 2018 12:29
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn Finns: Tel að það séu bjartir tímar framundan hjá mér
Kolbeinn hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands.
Kolbeinn hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U21-landsliðið mætir Spáni á Floridana-vellinum í Árbæ á morgun klukkan 16:45. Þetta er lokaleikur Íslands í undankeppni EM en ljóst er að strákarnir okkar eiga ekki möguleika á að komast áfram. Spánverjar hafa unnið riðilinn.

Kolbeinn Birgir Finnsson, miðjumaður U21-landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net á sínum gamla heimavelli. Kolbeinn kemur úr Fylki en hann er í dag hjá Brentford á Englandi og spilar fyrir varalið félagsins.

Hann fékk fyrst spurningu um hvernig honum lýst á Fylkisvöllinn eftir að það kom gervigras á hann?

„Mér finnst þetta alveg frábært. Ég var fyrst ekki alveg viss með þetta fyrst. En þegar maður sér þetta þá er þetta algjör snilld," segir Kolbeinn.

„Ég er grasmaður en þetta verður bara að gerast held ég."

Næst fór umræðan út í mótherja morgundagsins.

„Það á ekki að vera neitt mál að gíra sig upp í leik gegn Spánverjum. Það er bara gaman að mæta stórþjóðum. Það eru leikmenn þarna sem spila í La Liga en við munum pottþétt stríða þeim," segir Kolbeinn en það hefur gengið vel hjá honum með varaliði Brentford.

„Það gengur mjög vel. Ég hef spilað á hægri kantinum og ég tel að það séu bjartir tímar framundan. Ef ég held svona áfram þá vona ég að fá tækifæri með aðalliðinu. Ég er búinn að vera sáttur við mig síðan ég kom þarna."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner