mán 15. október 2018 22:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kuldinn truflar ekki Hamren - „Ég er frá Svíþjóð"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var rigning á Laugardalsvelli í kvöld, og kalt. Erik Hamren er nýr landsliðsþjálfari Íslands og hann fékk að kynnast aðstæðum á Íslandi í októbermánuði í kvöld.

Talað var um það á Twitter að Hamren hefði verið kuldalegur á hliðarlínunni en hann var spurður að því á blaðamannafundi eftir tapið gegn Sviss í kvöld.


Hamren segir sjálfur að sér hafi ekki verið kalt enda er hann frá Svíþjóð.

„Ekki svo. Ég kem frá Svíþjóð og þekki þennan kulda. Þetta var ekkert mál," sagði Hamren.

Sjá einnig:
Hamrén: It was shit!
Athugasemdir
banner
banner
banner