Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 15. október 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markvarðabreiddin hjá Burnley að trufla Heaton
Heaton hefur ekki spilað leik í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Heaton hefur ekki spilað leik í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Tom Heaton gæti yfirgefið Burnley í janúar ef hann fær ekki að fara að fá mínútur inn á fótboltavellinum.

Heaton var búinn að vera einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar áður en hann meiddist í upphafi síðasta tímabils. Axlarmeiðsli héldu Heaton frá keppni í langan tíma.

Nú þegar hann er kominn aftur úr meiðslunum eru tveir aðrir enskir landsliðsmarkverðir að berjast við hann um sæti. Nick Pope var frábær í fjarveru Heaton en hann er meiddur núna. Joe Hart var keyptur eftir að Pope meiddist. Hart heldur Heaton úr úr liðinu.

„Það þarf ekki geimvísindamann til að sjá að það verður erfitt að láta okkur alla þrjá spila," sagði Heaton við Mirror.

„Þegar glugginn opnar í janúar þá verð ég halda möguleikunum opnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner