Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 15. október 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Milos upp í B-deild Svíþjóðar í fyrstu tilraun
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Breiðabliks og Víkings í Pepsi-deildinni, komst í gær upp í sænsku B-deildina með liði sínu Mjallby.

Milos er aðalþjálfari. hjá Mjallby. Hann byrjaði sem aðstoðarþjálfari en tók við sem aðalþjálfari í júní.

Mjallby er búið að tryggja sér sigur í sínum hluta C-deildarinnar í Svíþjóð, þegar fjórar umferðir eru eftir. Liðið fór í umspil í fyrra og mistókst þá að komast upp. Nú verður ekkert umspil, heldur fer liðið beint upp í B-deild.

Mjallby lék í sænsku úrvalsdeildinni fyrir ekki svö löngu, nánar tiltekið árið 2014. Félagið mun núna leika í B-deild á næsta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner