Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. október 2018 16:30
Elvar Geir Magnússon
Moreno fer líklega á frjálsri sölu frá Liverpool
Alberto Moreno.
Alberto Moreno.
Mynd: Getty Images
Útlit er fyrir að spænski bakvörðurinn Alberto Moreno yfirgefi Liverpool á frjálsri sölu eftir tímabilið.

Moreno hefur verið í viðræðum við félagið um nýjan samning en þær hafa gengið hægt.

Moreno missti sæti sitt í liðinu til Andy Robertson.

Moreno, sem er 26 ára, getur rætt við erlend félög frá 1. janúar.

Hann spilaði 27 leiki á síðasta tímabili en hann hefur alls spilað 137 leiki fyrir Liverpool.

Brotthvarf Moreno ætti að þýða það að hinn ungi Adam Lewis fengi tækifæri með aðalliðinu. Þessi 18 ára leikmaður hefur spilað feykilega vel fyrir varalið Liverpool á tímabilinu og verið að æfa með aðalliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner