Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 15. október 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Munu Foden og Sancho endurnýja kynni sín hjá Dortmund?
Foden og Sancho léku saman í akademíunni hjá Manchester City.
Foden og Sancho léku saman í akademíunni hjá Manchester City.
Mynd: Getty Images
Daily Mail kastar því upp að Borussia Dortmund hafi áhuga á því að næla í miðjumanninn Phil Foden frá Manchester City.

Foden, sem er 18 ára, þykir mjög efnilegur en hann hefur verið að fá tækifæri hjá aðalliði City.

Í frétt Daily Mail kemur einnig fram að RB Leipzig og Paris Saint-Germain séu að fylgjast með stöðu mála hjá Foden.

Foden hefur verið hjá City frá því hann var sex ára gamall en hann er samningsbundinn félaginu til 2020.

Jadon Sancho leikur með Dortmund en hann og Foden þekkjast vel. Sancho er 18 ára eins og Foden en þeir léku saman í akademíu Man City. Sancho ákvað á síðasta ári að fara frá City og til Þýskaland þar sem hann samdi við Borussia Dortmund. Sancho er kominn í aðallið Dortmund og í enska landsliðshópinn.

Þegar U17 lið Englands vann HM í fyrra var Foden valinn maður mótsins en Sancho byrjaði á bekknum í úrslitaleiknum. Núna er Sancho kominn lengra en Foden og spurning hvort það fái Foden eitthvað til að hugsa. Er Þýskaland kannski rétta skrefið?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner