mán 15. október 2018 19:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Sem betur fer skoraði hann ekki
Hendrick skaut fram hjá.
Hendrick skaut fram hjá.
Mynd: Getty Images
Írland og Danmörk gerðu markalaust jafntefli í Þjóðadeildinni um helgina. Írland fékk frábært færi í byrjun leiksins þegar Jeff Hendrick slapp einn í gegn enn skaut fram hjá.

Það er athyglisvert að hugsa til þess hvað hefði gerst ef hann hefði skorað, Danirnir hefðu allavega ekki verið mjög sáttir.

Ástæðan fyrir því er sú að danskur leikmaður ætlaði að setja boltann út af svo hægt væri að hugsa að meiðslum írska miðjumannsins, Harry Arter.

Arter lá eftir á vellinum og ætlaði miðjumaður Danmerkur að spyrna boltanum út af. Þegar hann ætlaði að gera það þá stal Hendrick boltanum af honum, hljóp að markinu og átti skot sem fór fram hjá. Þetta var algjört dauðafæri.

Sem betur fer skoraði Hendrick ekki því þá hefði allt orðið brjálað. Dönsku leikmennirnir voru pirraðir og það urðu smávægileg læti en ekkert alvarlegt.

Þetta atvik má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner