Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 15. október 2018 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þarft ekki að spyrja að því ef Alcacer á skot á markið
Þessa daganna, endar það alltaf með marki
Alcacer er sjóðandi heitur þessa daganna.
Alcacer er sjóðandi heitur þessa daganna.
Mynd: Twitter
Paco Alcacer er heitasti framherji Evrópu um þessar mundir.

Spánverjinn er á láni hjá Borussia Dortmund frá Barcelona en hann kann gríðarlega vel við sig í Þýskalandi. Hann er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar með sex mörk þegar sjö umferðir eru búnar.

Alcacer er að spila með spænska landsliðinu í kvöld. Spánn er að spila við England en þegar þessi frétt er skrifuð er staðan 3-1 fyrir England.

England komst í 3-0 en Alcacer var að minnka muninn eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Síðan hann kom til Dortmund hefur hann átt tíu skot á markið, fyrir félagslið og landsliðs, en tíu þessara skota hafa endað í markið. Þessa daganna, ef Alcacer á skot á markið, þá endar það með marki.




Athugasemdir
banner
banner