mán 15. október 2018 22:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Sviss: Markið var í heimsklassa
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vladimir Petkovic, landsliðsþjálfari Sviss, gat leyft sér að vera sáttur eftir 2-1 sigur á Íslandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Sviss mun spila úrslitaleik við Belgíu um efsta sæti riðilsins en Ísland er fallið úr A-deildinni, niður í B-deild.

Sviss kláraði leikinn með góðum kafla í byrjun seinni hálfleiks þar sem liðið komst í 2-0. Ísland minnkaði muninn og setti pressu á Sviss undir lokin en annað markið kom ekki.

„Við vitum að við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik," sagði Petkovic eftir leikinn að því er kemur fram á vefsíðu UEFA. „Við töluðum um það í hálfleik. Þetta snerist um að halda haus og gera betur í seinni hálfleik, sem við svo gerðum."

„Við vorum yfirvegaðari í seinni hálfleik og það skipti sköpum að lokum. Við hefðum getað lokað á skotið á Finnbogasyni fyrr en þetta var algjörlega magnað mark, í heimsklassa."

Sjá einnig:
Myndband: Sjáðu stórkostlegt og sögulegt mark Alfreðs
Athugasemdir
banner
banner
banner