Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. október 2018 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: England með frábæran sigur á Spáni
Fyrsta landsliðið sem vinnur á Spáni í 15 ár
England vann Spán.
England vann Spán.
Mynd: Getty Images
Pyry skoraði fyrir Finnland sem er á góðu róli.
Pyry skoraði fyrir Finnland sem er á góðu róli.
Mynd: Einar Hermannsson
England varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Spánverja á Spáni í 15 ár. England vann 3-2 sigur á Spáni í Andalúsíu, í A-deild Þjóðadeildarinnar.

England byrjaði leikinn frábærlega og leiddi 3-0 eftir fyrri hálfleikinn. Raheem Sterling skoraði tvisvar og Marcus Rashford skoraði líka. Þetta voru fyrstu landsliðsmörk Sterling frá því í október 2015.

Spánn minnkaði muninn í seinni hálfleik. Hinn sjóðheiti Paco Alcacer skoraði á 58. mínútu og þegar lítið var eftir skoraði Sergio Ramos. Lengra komust Spánverjar hins vegar ekki og sigur Englands staðreynd.

England átti ekki skot í seinni hálfleiknum en það kom ekki að sök. Sigur er sigur.

Spánn er á toppi riðilsins með sex stig, England er með fjögur stig og Króatía er með eitt stig. Króatía hefur leikið tvo leiki en hin liðin hafa leikið þrjá leiki.



Finnland og Bosnía unnið alla sína leiki
Í B-deild var Edin Dzeko maður kvöldsins þegar Bosnía lagði Norður-Írland. Bosnía er með fullt hús stiga í sínum riðli og er að gera vel. Norður-Írland er án stiga.

Pyry Soiri, sem er gríðarlega vinsæll á Íslandi, skoraði fyrir Finnland í 2-0 sigri á Grikklandi í C-deild. Finnland er að spila frábærlega og er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.

Eistland og Ungverjaland gerðu jafntefli í markaleik í C-deild og í D-deild voru tveir leikir. Lúxemborg vann San Marínó auðveldlega og þá gerðu Hvíta-Rússland og Moldavía markalaust jafntefli.

Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar kvöldsins.

A-deild
Spánn 2 - 3 England
0-1 Raheem Sterling ('16 )
0-2 Marcus Rashford ('30 )
0-3 Raheem Sterling ('38 )
1-3 Paco Alcacer ('58 )
2-3 Sergio Ramos ('90 )

Sjá einnig:
Ísland fallið niður í B-deild - Svekkjandi tap gegn Sviss

B-deild
Bosnía og Hersegóvína 2 - 0 Norður-Írland
1-0 Edin Dzeko ('27 )
2-0 Edin Dzeko ('73 )

C-deild
Eistland 3 - 3 Ungverjaland
1-0 Siim Luts ('20 )
1-1 Dominik Nagy ('24 )
1-2 Adam Szalai ('54 )
2-2 Mate Patkai ('70 , sjálfsmark)
3-2 Henri Anier ('79 )
3-3 Adam Szalai ('81 )

Finnland 2 - 0 Grikkland
1-0 Pyry Soiri ('46 )
2-0 Glen Kamara ('89 )

D-deild
Hvíta-Rússland 0 - 0 Moldavía

Lúxemborg 3 - 0 San Marínó
1-0 David Turpel ('4 )
2-0 Danel Sinani ('65 )
3-0 Vincent Thill ('73 )
Rautt spjald:Alex Gasperoni, San Marino ('54)


Athugasemdir
banner
banner
banner