Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 15. október 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin í dag - Bætum við fyrir martröðina?
Icelandair
Það fór ekki vel síðast þegar við mættum Sviss.
Það fór ekki vel síðast þegar við mættum Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
England mætir Spáni.
England mætir Spáni.
Mynd: Getty Images
Ísland spilar við Sviss í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Eftir frábæra frammistöðu gegn Frakklandi síðasta fimmtudag ríkir ákveðin bjartsýni fyrir leiknum.

Fór ekki vel síðast
Ísland mætti Sviss síðast í byrjun síðasta mánaðar og það er óhætt að segja að það hafi ekki farið vel þá. Íslenska liðið var heillum horfið í St. Gallen og tapaði 6-0. Ein versta frammistaða íslenska landsliðins í mjög langan tíma.

Fyrri leikurinn gegn Sviss var fyrsti leikur Erik Hamren og Freys Alexanderssonar með landsliðið en nú eru þeir búnir að fá tvo leiki til viðbótar. Síðasti leikur var æfingaleikur gegn Frakklandi ytra og frammistaðan þar var frábær. Ísland komst 2-0 yfir en leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.

Það verður spennandi að sjá hvað íslenska liðið gerir í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45, á Laugardalsvelli.

Stórleikur á sama tíma
Það verða sex leikir spilaðir á sama tíma og leikur Íslands og Sviss fer fram, klukkan 18:45.

Aðalleikurinn af þessum leikjum er auðvitað leikur Spánar og Englands. Það verður líka sýnt beint frá honum. Leikurinn fer fram í Andalúsíu, á heimavelli Real Betis.

Spánn hefur hingað til unnið báða leiki sína og litið mjög vel út. England er með eitt stig eftir steindautt markalaust jafntefli við Króatíu.

Annars má sjá alla leiki dagsins hér að neðan.

Leikir dagsins:

A-deild
18:45 Ísland-Sviss (Laugardalsvöllur - Stöð 2 Sport)
18:45 Spánn - England (Stöð 2 Sport 2)

B-deild
18:45 Bosnía - Norður-Írland

C-deild
18:45 Eistland - Ungverjaland
18:45 Finnland - Grikkland

D-deild
18:45 Hvíta-Rússland - Moldavía
18:45 Lúxemborg - San Marínó
Athugasemdir
banner
banner
banner