mán 15. október 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Xhaka mjög hrifinn af Emery
Xhaka verður í eldlínunni gegn Íslandi í kvöld.
Xhaka verður í eldlínunni gegn Íslandi í kvöld.
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, telur að hann hafi bætt sig mjög undir stjórn Spánverjans Unai Emery.

Emery tók við Arsenal í sumar eftir að Arsene Wenger steig frá borði, eftir 22 ár í starfinu. Emery hefur farið mjög vel af stað en Arsenal er taplaust eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni, gegn Man City og Chelsea. Arsenal er sem stendur í fjórða sæti ensku deildarinnar.

Xhaka, sem er 26 ára, hefur mikið verið gagnrýndur frá því hann kom til Arsenal sumarið 2016 en á þessu tímabili hefur hann loksins verið að sýna það sem í honum býr. Hann hefur spilað alla leiki Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og virðist vera í stóru hlutverki í plönum spænska knattspyrnustjórans.

„Knattspyrnustjórinn hefur hjálpað mér mjög mikið. Við þurftum tíma til að kynnast honum og hans aðferðum en það hefur gengið vel og ég sjálfur er að bæta mig. Við getum bætt okkur enn frekar," sagði Xhaka við Daily Mail.

Xhaka verður í eldlínunni með Sviss í kvöld þegar liðið spilar við Ísland á Laugardalsvelli, í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner