Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. október 2018 18:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan kom tælensku strákunum á óvart hjá Ellen
Mynd: Getty Images
Tælensku strákarnir sem festust í helli í sumar heimsóttu sjónvarpsþátt Ellen DeGeneres í gær. Þar ræddu þeir við Ellen og fengu óvænt að hitta sænska sóknarmanninn Zlatan Ibrahimovic - ansi óvænt ánægja fyrir þá.

Strákarnir tólf og þjálfari þeirra voru lokaðir inn í helli frá 23. júní fram í miðjan júlí.

Þeir sem björguðu þeim út unnu mikið og frábært afrek.

Zlatan, sem er 37 ára og spilar í dag með Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni, hrósaði drengjunum fyrir hugrekki þeirra og sagði þá vera „besta lið í heimi."

Drengirnir voru mjög glaðir að fá að hitta sjálfan Zlatan. Hér að neðan má sjá mynd af Zlatan með hópnum.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner