Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. október 2021 17:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Atlason heim í Víking?
Davíð í leik á móti Víkingi í sumar.
Davíð í leik á móti Víkingi í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum hlaðvarpsþáttarins Dr. Football hefur Davíð Örn Atlason áhuga á því að snúa aftur í Víking eftir eitt tímabil með Breiðabliki. Davíð glímdi við meiðsli í upphafi tímabils og náði einhvern veginn aldrei að stimpla sig almennilega inn í lið Breiðabliks í sumar.

Davíð er hægri bakvörður sem gekk í raðir Breiðabliks frá Víkingi síðasta vetur og í sumar spilaði hann ellefu leiki með Blikum.

„Davíð Atlason vill fara heim, martröð hans í Smáranum virðist vera á enda því það eru allir tilbúnir að reyna láta þetta ganga," sagði Hjörvar Hafliðason í þætti dagsins.

„Ég reikna ekki með því að Breiðablik fái allt endurgreitt en það er kannski hægt að fá einhvern hluta af kaupverðinu til baka," sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson.

„Karl Friðleifur fer væntanlega út, ég er búinn að heyra að það sé mikill áhugi á honum úti m.a. frá Vålerenga," sagði Hrafnkell.

Davíð á tvö ár eftir af samningi sínum við Breiðablik.


Athugasemdir
banner
banner
banner