mið 15. nóvember 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cantona: Er ekki sá eini sem vill sjá Benzema í landsliðinu
Benzema er leikmaður Real Madrid.
Benzema er leikmaður Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Manchester United goðsögnin Eric Cantona vill að Karim Benzema verði valinn í franska landsliðið á nýjan leik.

Benzema hefur ekki verið valinn í landsliðið frá því í október 2015, en þá flæktist hann í skandal tengdu meintu kynlífsmyndbandi liðsfélaga síns, Mathieu Valbuena. Benzema var sakaður um að kúga út fé úr Valbuena með myndbandinu.

Benzema missti í kjölfarið af EM 2016 sem fram fór í Frakklandi. Frakkar komust þar í úrslitaleikinn án Benzema, en í úrslitaleiknum töpuðu Frakkar 1-0 gegn Portúgal.

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, hefur fengið leyfi fyrir því að velja Benzema, en hefur enn ekki gert það.

Cantona, sem lék 45 landsleiki fyrir Frakkland, vonast til þess að sjá Benzema aftur í landsliðinu sem fyrst.

„Við viljum auðvitað hafa bestu leikmennina í landsliðinu. Ég vil sjá
Benzema þar og ég er ekki einn um það,"
sagði Cantona í samtali við útvarpsstöðina France Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner