Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. nóvember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England fær hörkuleiki - Spilar við Holland og Ítalíu
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands.
Mynd: Getty Images
Enska landsliðið mun spila gegn Ítalíu og Hollandi áður en liðið hefur leik á HM í Rússlandi næsta sumar.

Leikirnir verða báðir í mars. Englendingar ferðast til Amsterdam 23. mars og leika þar gegn Hollandi áður en haldið verður aftur heim; leikið verður gegn Ítalíu á Wembley 27. mars.

Hvorki Holland né Ítalía verður með á HM í Rússlandi.

Holland endaði í þriðja sæti í sínum riðli í undankeppninni á meðan Ítalía féll úr leik í umspilinu gegn Svíþjóð.

Englendingar ætla greinilega að koma sér í gírinni fyrir mótið næsta sumar með því að mæta risa þjóðum í fótboltaheiminum. England spilaði gegn Þýskalandi og Brasilíu í þessu landsleikjahléi.
Athugasemdir
banner
banner
banner