Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. nóvember 2018 14:00
Arnar Helgi Magnússon
David Silva opnar sig um erfiðustu stund lífs síns
David Silva og Mateo, sonur hans.
David Silva og Mateo, sonur hans.
Mynd: Getty Images
Silva tileinkaði syni sínum þetta fagn.
Silva tileinkaði syni sínum þetta fagn.
Mynd: Getty Images
„Við erum að fara að vinna þennan leik fyrir Silva og fjölskylduna hans í dag, er það klárt?"

Þetta voru lokaorð Pep Guardiola til leikmanna Manchester City áður en að þeir gengu út á Etihad-völlinn þann 18. desember árið 2017 til að mæta Tottenham.

Tæpum tvö þúsund kílómetrum frá sat David Silva á Casa de Salud spítalanum horfandi upp á son sinn berjast fyrir lífi sínu eftir að hafa fæðst fimm mánuðum fyrir settan dag.

Silva fylgdist með leiknum í Ipad sem var á sjúkrahúsinu. Hann segir að þessi dagur hafi einkennst af miklum tilfinningum.

„Að sjá liðsfélaga þína og þjálfara vera til staða fyrir þig þegar þú þarft hvað mest á þeim að halda er magnað," segir Silva.

Næstu fimm mánuði ferðaðist Silva mikið á milli Spánar og Englands en á þessum tímapunkti í lífi hans var það ekki fótboltinn sem skipti hvað mestu máli.

Hann er þakklátur Pep sem studdi hann í þessum erfiðleikum með því að leyfa honum að stjórna því sjálfur hvenær hann myndi treysta sér til þess að spila.

„Maður spurði sig hvernig maður ætti að geta tekist á við þetta. Þetta voru mjög erfiðar aðstæður. Þetta er án efa erfiðasta tímabil ævi minnar."

„Ég ferðaðist mikið, svaf lítið, borðaði illa, æfði ekki en þegar ég æfði þá æfði ég illa. Þetta eru hlutir sem ég hef ekki kynnst áður og eru ekki hluti af minni rútínu."

Silva segir að þessir erfiðleikar hafi að einhverju leyti breytt honum sem persónu.

„Þú horfir öðruvísi á hlutina. Maður lærir virkilega að meta það hvað skiptir máli. Litlir hlutir sem að maður pirraði sig á og fannst leiðinlegir, þeir eru úr sögunni."

Mateo, sonur Silva er allur að koma til og er fluttur með móður sinni til Manchester-borgar þar sem að fjölskyldan býr nú.

Athugasemdir
banner
banner