fim 15. nóvember 2018 19:06
Elvar Geir Magnússon
Emil Atla í Pepsi-deildina?
Emil Atlason.
Emil Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa þrjú félög í Pepsi-deildinni rætt við Emil Atlason, sóknarmann Þróttar, og hafa áhuga á að fá hann í sínar raðir.

Það eru Fylkir, Víkingur og nýliðar HK. Þá hafa Fjölnismenn, sem féllu í Inkasso-deildina í sumar, einnig áhuga á honum.

Emil er þegar kominn með samningstilboð á borðið hjá sér.

Samningur Emils við Þrótt er runninn út en hann hefur spilað fyrir Þróttara síðan 2016. Áður lék hann fyrir Val og KR.

Emil er 25 ára og skoraði á sínum tíma 8 mörk í 12 leikjum fyrir U21-landslið Íslands.

Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Emil undanfarin ár en þessi hæfileikaríki leikmaður skoraði 3 mörk í 13 leikjum í Inkasso-deildinni í sumar fyrir Þróttara.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner