fim 15. nóvember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fjórir fá nýja samninga á Selfossi
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Fjórir leikmenn voru að skrifa undir samninga við knattspyrnudeild Selfoss og eru þeir allir hugsaðir sem mikilvægir framtíðarleikmenn.

Selfoss féll óvænt úr Inkasso-deildinni í haust og mun því leika í 2. deildinni næsta sumar. Það verður í fyrsta sinn í rúman áratug, eða síðan 2007, sem Selfoss er í deild fyrir neðan Inkasso.

Guðmundur Axel Hilmarsson skrifaði undir samning og eru miklar væntingar bornar til hans. Hann er fæddur 2001 og spilaði 18 leiki í Inkasso-deildinni í sumar.

Guðmundur Tyrfingsson er sá yngsti sem skrifar undir samning en hann er fæddur 2003 og á tvo keppnisleiki að baki með meistaraflokki Selfyssinga.

Rangæingurinn Þormar Elvarsson skrifaði þá einnig undir en hann er fæddur 2000 og spilaði 13 leiki í deild og bikar í ár. Jökull Hermannsson, 1998, er sá elsti af félögunum og lék hann sex leiki í deild og bikar í sumar.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner