Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
   fim 15. nóvember 2018 23:10
Arnar Helgi Magnússon
Jón Dagur: Lofa betra skoti gegn Katar ef ég fæ mínútur
Icelandair
Jón Dagur lék í treyju númer sjö í kvöld.
Jón Dagur lék í treyju númer sjö í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld þegar hann kom inná á móti Belgum í lokaleik Þjóðardeildarinnar.

Jón kom inná fyrir Albert Guðmundsson á 87. mínútu leiksins.

„Það var mjög gaman að fá þarna nokkrar mínútur. Þetta fer beint í reynslubankann."

Jón átti skot undir lok leiksins fyrir utan teig sem endaði beint í fanginu á Courtouis en Jón segist ekki hafa verið hræddur við það að láta vaða.

„Það var ekkert spes, en ég náði þó skotinu. Maður reyndi að nýta þessar fáu mínútur sem að maður fékk, þær voru ekkert margar. Ég ákvað bara að keyra á þetta, við vorum 2-0 undir og höfðum engu að tapa."

„Leiðinlegt að það séu svona margir að meiðast en það jók kannski möguleikana mína á því að fá fleiri mínútur."

Íslenska liðið leikur æfingaleik við Katar í næstu viku og segist Jón spenntur fyrir þeim leik.

„Við förum í þann leik til þess að vinna hann. Ég lofa betra skoti á móti þeim ef ég fæ mínútur í þeim leik," sagði Jón léttur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner