fim 15. nóvember 2018 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho byrjar hjá Englandi - Rooney á bekknum
Sancho byrjar.
Sancho byrjar.
Mynd: Getty Images
Rooney leikur í kvöld sinn síðasta landsleik.
Rooney leikur í kvöld sinn síðasta landsleik.
Mynd: Getty Images
Enska landsliðið er ekki að spila í Þjóðadeildinni í kvöld og spilar því vináttulandsleik gegn Bandaríkjunum.

Wayne Rooney mun í kvöld spila sinn síðasta landsleik fyrir England. Þessi markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins mun taka landsliðsskóna af hillunni fyrir þennan eina leik. Hann byrjar á bekknum en mun koma inn á í síðari hálfleik og taka við fyrirliðabandinu.

Rooney tekur þátt í þessum leik til að kveðja stuðningsmenn enska landsliðsins og afla fjárs fyrir góðgerðarmál sín.


Hinn 18 ára gamli Jadon Sancho byrjar fyrir England og í bandaríska landsliðinu er Christian Pulisic, tvítugur. Báðir leika þeir með Borussia Dortmund og eru mjög spennandi leikmenn.

Callum Wilson er fremsti maður hjá Englandi í dag. Í vörninni byrjar Lewis Dunk, leikmaður Brighton. Fabian Delph, leikmaður Manchester City, er fyrirliði Englands í dag. Eins og áður segir þá fær Rooney fyrirliðabandið þegar hann kemur inn á.

Byrjunarlið Englands: Pickford, Alexander-Arnold, Keane, Dunk, Chilwell, Delph, Winks, Alli, Lingard, Sancho, Wilson.

Byrjunarlið Bandaríkjanna: Guzan, Miazga, Brooks, Yedlin, Villafana, McKennie, Trapp, Pulisic, Green, Weah, Wood.

Leikurinn byrjar klukkan 20:00.


Athugasemdir
banner
banner