Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 15. nóvember 2018 15:00
Arnar Helgi Magnússon
Sjáðu mörkin: U19 hafði betur gegn Tyrkjum
Brynjólfur Darri skoraði.
Brynjólfur Darri skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Strákarnir okkar í U19 landsliðinu höfðu betur gegn Tyrkjum í undanriðli fyrir EM 2019 í gær.

Brynjólfur Darri Willumsson kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik og innsiglaði Andri Lucas Guðjohnsen sigurinn undir lok leiks.

Andri Lucas byrjaði leikinn á varamannabekknum en hann var að glíma við smávægileg meiðsli.

Akgun minnkaði muninn fyrir Tyrki í uppbótartíma en markið hans kom of seint og komust heimamenn ekki nær.

Ísland er í riðli ásamt Moldavíu, Englandi og að sjálfsögðu Tyrkjum. Tvær þjóðir fara upp úr riðlinum og áfram í næsta stig undankeppninnar.

Englendingar fóru létt með Moldavíu í hinum leik riðilsins og unnu 4-0. Ryan Sessegnon, vinstri bakvörður Fulham, skoraði síðasta mark leiksins.

Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner