Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 15. nóvember 2018 21:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Króatía lagði Spán - Finnland upp í B-deild
Jedvaj skoraði sigurmark Króatíu.
Jedvaj skoraði sigurmark Króatíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnland er komið upp í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Finnland er komið upp í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Króatía, silfurliðið frá HM í Rússlandi, hafði betur gegn Spáni í Þjóðadeildinni í kvöld í hörkuleik.

Króatía komst tvisvar yfir en tvisvar jafnaði Spánn. Sergio Ramos jafnaði í 2-2 með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Það stefndi í jafntefli en á 93. mínútu skoraði varnarmaðurinn Tin Jedvaj og tryggði góðan sigur Króata.

Staðan í Riðli 4 er athyglisverð eftir þessi úrslit. Spánverjar eru búnir að leika sína fjóra leiki og eru með sex stig á toppnum. England og Króatía eiga eftir að mætast en þessi lið eru með fjögur stig bæði. Sigurvegarinn úr leik Englands og Króatíu mun vinna riðilinn en ef leikurinn endar í jafntefli þá vinnur Spánn riðilinn.

Í B-deild gerðu Bosnía og Austurríki markalaust jafntefli. Bosnía er búið að vinna þennan riðil og er komið upp í A-deild, Austurríki verður áfram í B-deild. Norður-Írland verður neðsta liðið í þessum riðli og fellur niður í C-deild.

Finnland tapaði sínum fyrsta leik í C-riðli. Finnar höfðu unnið alla sína leiki fyrir leikinn gegn Grikklandi í kvöld. Dimitris Pelkas tryggði Grikklandi 1-0 sigur.

Finnland er með 12 stig þegar ein umferð er eftir og er komið í B-deild, liðið hefur betur í innbyrðis viðureignum gegn Grikklandi. Grikkland er með níu stig, Ungverjar sjö stig og Eistland eitt. Ungverjaland vann 2-0 sigur á Eistlandi í kvöld.

Í D-deild voru fjórir leikir í kvöld. Georgía er komið upp í C-deild eftir jafntefli gegn Andorra. Kasakstan og Lettland gerðu jafntefli í sama riðli, 1-1.

Í riðli 2 í D-deild vann Moldavía 1-0 útisigur gegn Andorra og Hvíta-Rússland lagði Lúxemborg, 2-0. Hvíta Rússland er með 11 stig, Lúxemborg er með níu stig, Moldavía með átta stig. San Marínó er án stiga.

Hér að neðan eru öll úrslit kvöldsins.

A-deild
Króatía 3 - 2 Spánn
1-0 Andrej Kramaric ('54 )
1-1 Dani Ceballos ('56 )
2-1 Tin Jedvaj ('69 )
2-2 Sergio Ramos ('78 , víti)
3-2 Tin Jedvaj ('90 )

Sjá einnig:
Batshuayi sá um Ísland - Engin stig í Þjóðadeildinni

B-deild
Austurríki 0 - 0 Bosnía og Herzegóvína

C-deild
Ungverjaland 2 - 0 Eistland
1-0 Willi Orban ('8 )
2-0 Adam Szalai ('69 )

Grikkland 1 - 0 Finnland
1-0 Dimitris Pelkas ('25 )

D-deild
Kasakstan 1 - 1 Lettland
1-0 Gafurjan Suyumbaev ('37 )
1-1 Deniss Rakels ('49 )

Andorra 1 - 1 Georgía
0-1 Giorgi Chakvetadze ('9 )
1-1 Cristian Martinez ('63 )

San-Marínó 0 - 1 Moldavía
0-1 Vitalie Damascan ('78 )

Lúxemborg 0 - 2 Hvíta-Rússland
0-1 Stanislav Drahun ('37 )
0-2 Stanislav Drahun ('54 )
Athugasemdir
banner
banner