banner
   fim 15. nóvember 2018 18:00
Hafliði Breiðfjörð
Þriðji íslenski þjálfarinn í færeyska boltann?
Heiðar Birnir Torleifsson.
Heiðar Birnir Torleifsson.
Mynd: Aðsend
Enn gæti bæst í hóp íslenskra þjálfara í færeyska boltanum en Heiðar Birnir Torleifsson er með tilboð frá færeysku B-deildar félagi.

Heiðar Birnir hefur verið áberandi hér á landi sem yfirþjálfari Coerver Coaching á Íslandi en gæti nú endað sem þjálfari B71 í Færeyjum.

Samkvæmt heimildum fótbolta.net gerði B71 Heiðari Birni tilboð í sumar þegar var frí í deildinni en það hentaði ekki þá vegna fjöldskyldu aðstæðna.

Hann skoðaði aðstæður hjá færeyska félaginu í júlí og þó hann hafi ekki tekið tilboðinu þá er það enn í myndinni og samkvæmt heimildum okkar eru heilmiklar líkur á því að hann fari til félagsins og verði þá þjálfari meistarflokks karla og yfirþjálfari yngri flokka.

Færeyingar eru farnir að horfa meira til Íslands eftir að Heimir Guðjónsson gerði HB að meisturum með miklum yfirburðum í sumar. Guðjón Þórðarson er þegar búinn að taka við liði í efstu deild og Sigurður Jónsson er einnig á óskalista félaga þar í landi.

B71 á áhugaverða sögu. Hefur jafnan verið í efstu deild og urðu bikarmeistarar á tíunda áratug síðustu aldar. Undanfarið hefur þó gengið illa og liðið rétt slapp við fall í C deildina í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner