Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. nóvember 2018 17:00
Arnar Helgi Magnússon
Topp 100 bestu leikmenn í Evrópu - Gylfi í 48. sæti listans
Mynd: Getty Images
Breski fjölmiðilinn Sky opinberar nú lista yfir þá 100 bestu leikmenn í Evrópu ef tekið er mið af tímabilinu sem er nú í fullum gangi.

Gylfi Þór Sigurðsson situr í 48. sæti listans með menn eins og Pierre-Emerick Aubameyang, Paul Pogba og Sadio Mané fyrir aftan sig.

„Everton spilaði undir getu á síðasta tímabili en Marco Silva virðist vera að ná miklu út úr sínum leikmönnum með Gylfa Sigurðsson fremstan í flokki," segir í umsögn Sky um Gylfa.

„Íslenski landsliðsmaðurinn hefur skorað sex mörk á tímabilinu, jafnmörg og hann skoraði á síðasta tímabili. Markið hans gegn Leicester í október gerir tilkall sem mark tímabilsins."

Gylfi er ekki í landsliðshóp Íslands sem mætir Belgum í Þjóðardeildinni í kvöld en hann meiddist í leiknum á móti Chelsea síðustu helgi þegar Jorginho tæklaði hann á hrottalegan hátt.

Efstu 25 sæti listans hafa þó ekki enn verið opinberuð. Lista Sky má sjá í heild sinni með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner