Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. nóvember 2018 22:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vináttulandsleikir: Öruggur sigur í kveðjuleik Rooney
Rooney lék sinn 120. landsleik.
Rooney lék sinn 120. landsleik.
Mynd: Getty Images
Sane skoraði fyrir Þýskaland.
Sane skoraði fyrir Þýskaland.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney lék frá 58. mínútu þegar England vann öruggan sigur gegn Bandaríkjunum í vináttulandsleik í kvöld.

Jesse Lingard kom Englandi yfir með frábæru marki á 25. mínútu. Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á 27. mínútu og Callum Wilson, leikmaður Bournemouth, skoraði þriðja markið á 77. mínútu. Wilson var að spila sinn fyrsta landsleik.

Öruggur sigur hjá Englandi, góður kveðjuleikur fyrir Rooney sem var að leika sinn 120. landsleik. Rooney tók þátt í þessum leik til að kveðja stuðningsmenn enska landsliðsins og afla fjárs fyrir góðgerðarmál sín.


Í öðrum vináttulandsleikjum í kvöld vann Þýskaland þægilegan sigur á Rússlandi, Írland og Norður-Írland gerðu markalaust jafntefli og Tékkland lagði Pólland.

Pólland 0 - 1 Tékkland
0-1 Jakub Jankto ('52 )

Írland 0 - 0 Norður-Írland

Þýskaland 3 - 0 Rússland
1-0 Leroy Sane ('8 )
2-0 Niklas Sule ('25 )
3-0 Serge Gnabry ('40 )

England 3 - 0 Bandaríkin
1-0 Jesse Lingard ('26 )
2-0 Trent Alexander-Arnold ('27 )
3-0 Callum Wilson ('77 )
Athugasemdir
banner
banner
banner