Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 15. nóvember 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir tímabært fyrir Kelleher að yfirgefa Liverpool
Mynd: EPA

Caoimhín Kelleher markvörður Liverpool var hetjan enn eina ferðina í vítaspyrnukeppni þegar liðið lagði Derby í deildabikarnum á dögunum.


Kelleher er 23 ára gamall Íri en landi hans, Shay Given fyrrum landsliðsmarkvörður segir tímabært fyrir Kelleher að yfirgefa félagið.

„Þetta er erfitt fyrri Kelleher. Hvort hann eigi að vera áfram eða fara segi ég að hann eigi að fara. Hann er ekki 18 eða 19 ára, ekki misskilja, hann á helling eftir en ég er viss um að hann vilji spila," sagði Given.

„Klopp fílar hann því hvar ætlaru að fá betri varamarkmann? Það er ekki að fara gerast. Á sama tíma áttu bara eitt líf, einn feril og ég ver viss um að hann vilji spila."

Hann sér jafnvel fyrir sér að hann gæti leyst Alisson af hólmi.

„Jafnvel gæti Liverpool leyft honum að fara á láni í eitt eða tvö ár. Alisson er orðinn eldri svo það er ekki ómögulegt að Kelleher fari á lán og á endanum kæmi hann til baka og átt feril hjá Liverpool. Hann er ekki varamarkmaður, hann er aðalmarkmaður," sagði Given að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner