banner
   lau 15. desember 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
9 dagar til jóla - Heimsliðið: Miðvörður....
Raphael Varane
Raphael Varane, miðvörður Frakklands og Real Madrid.
Raphael Varane, miðvörður Frakklands og Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net telur dagana til jóla með því að fá valinkunna einstaklinga til að velja bestu leikmenn heims í sérstakt heimslið. Á hverjum degi fram að jólum kynnum við einn í liðinu og á sjálfum aðfangadegi verður fyrirliðinn kynntur, besti leikmaður heims.

Orri Sigurður Ómarsson miðvörður Sarpsborg valdi síðarii miðvörðinn í heimsliðið. Hann valdi Raphael Varane sem verður þá við hlið liðsfélaga síns Sergio Ramos í hjarta varnarinnar í liðinu.

„Næsti miðvörður í þetta lið er Raphael Varane. Ósköp einfalt val og fullkomlega rökrétt. Varane var stór hluti af liði Real Madrid og Frakklands. Vinnur meistaradeildina og HM," sagði Orri.

„Raphael Varane er miðvörður sem mun vera topp 3 miðvörður heims næstu 5-8 árin þar sem hann er einungis 25 ára sem er ekkert fyrir miðvörð."

„Varane er frábær sendingarmaður og svo eru margir sem halda að hann sé hægur vegna þess að hann er 1.90cm+ en hann kemur öllum á óvart þar og er að ná mönnum eins og Ronaldo og Mbappé."


Miðvörður - Raphael Varane
25 ára - Á 53 landsleiki fyrir Frakkland

Fimm staðreyndir um Raphael Varane
- Þegar Zinedine Zidane hringdi í Varane árið 2011 til að ræða við hann um félagaskipti til Real Madid bað varnarmaðurinn ungi hann um að hringja síðar þar sem hann var að læra undir próf.

- Varane var í rugby á yngri árum en hætti snemma þar sem fótboltinn átti hug hans.

- Varane ólst upp hjá Lens en skærasta stjarnan í árgangi hans var Gael Kakuta. Kakuta fór ungur til Chelsea og var ástæða þess að enska félagið fór í félagaskiptabann.

- Varane er yngsti varnarmaðurinn til að vinna Meistaradeildina í þrígang.

- Varane kostaði einungis tíu milljónir evra þegar Real Madrid keypti hann frá Lens. Fjárfesting sem hefur borgað sig.

Eldfljótur


Sjá einnig:
Markvörður - Hugo Lloris
Hægri bakvörður - Dani Alves
Miðvörður - Sergio Ramos
Athugasemdir
banner
banner
banner