lau 15. desember 2018 14:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: City aftur á sigurbraut - Þægilegt gegn Everton
Gabriel Jesus setti tvennu.
Gabriel Jesus setti tvennu.
Mynd: Getty Images
Gylfi í leiknum.
Gylfi í leiknum.
Mynd: Getty Images
Manchester City 3 - 1 Everton
1-0 Gabriel Jesus ('22 )
2-0 Gabriel Jesus ('50 )
2-1 Dominic Calvert-Lewin ('65 )
3-1 Raheem Sterling ('69 )

Manchester City er komið aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir góðan sigur gegn Everton í hádegisleiknum á þessum laugardegi.

City náði forystunni á 22. mínútu þegar Gabriel Jesus skoraði. Stuttu áður hafði landi Jesus, Richarlison, fengið dauðafæri til að koma Everton yfir en hann setti boltann yfir markið af stuttu færi.


Það voru ekki fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleiknum en eftir aðeins fimm mínútur í síðari hálfleik kom annað mark Englandsmeistaranna. Jesus var aftur á ferðinni. Góður dagur fyrir Brassann.

Everton komst aftur inn í leikinn á 65. mínútu þegar Dominic Calvert-Lewin skoraði með skalla eftir góða fyrirgjöf Lucas Digne. Möguleiki Everton var ekki langlífur því varamaðurinn Raheem Sterling gerði þriðja mark City á 69. mínútu. Það tryggði sigur City.

Kevin de Bruyne kom inn á stuttu eftir þriðja mark City og spilaði síðustu mínúturnar fyrir City. Hann er að koma til baka eftir meiðsli. Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn af velli þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Lokatölur 3-1 fyrir Manchester City sem fer upp fyrir Liverpool í toppsæti deildarinnar. Liverpool getur endurheimt toppsætið á morgun með sigri á Manchester United í stórleik helgarinnar.

Everton er í sjöunda sætinu, tveimur stigum á eftir Manchester United.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner