Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 15. desember 2018 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Greinarhöfundur Wales Online fer ekki fögrum orðum um Aron
Mynd: Getty Images
Wales Online hefur birt einkunnir sínar fyrir leikmenn Cardiff eftir 3-2 tapið gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliðinn, lék 78 mínútur fyrir Cardiff en hann fær ekki góða dóma hjá Wales Online.

Hann fær 5 í einkunn, eins og nokkrir aðrir leikmenn Cardiff. Greinarhöfundur netmiðilsins fer ekki fögrum orðum um frammistöðu Íslendingsins.

„Líklega hans versti leikur síðan hann sneri aftur úr meiðslum," segir meðal annars í umsögninni um Aron sem má lesa í heild sinni hérna.

Aron fær líka 5 í einkunn hjá Sky Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner